Framúrskarandi fyrirtæki

AXIS hefur hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki, sjöunda árið í röð og hefur verið meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi frá upphafi. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og uppfylla ákveðin skilyrði en aðeins 1,7% íslenskra fyrirtækja standast þau skilyrði sem sett eru.

Í ár voru það 624 fyrirtæki af rúmlega 35.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2016.

 

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) og ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Skilað ársreikning fyrir 1. september 2016