Vefarastræti 24-26

Við Vefarastræti 24-26 hefur MótX lokið við byggingu á glæsilegu fjölbýlishúsi í nýju hverfi í Mosfellsbæ. Um er að ræða 32 íbúðir. Byggt var í sátt við álfa og menn, en umræða hefur verið um álfa og huldufólk í sjálfum Sauðhól sem stendur við byggingarreitinn.

Allar innréttingar í eldhús, bað, herbergi og forstofu auk innihurða eru frá AXIS.