Hljóðdempandi sófi slær í gegn

Einrúm sófinn hefur slegið í gegn frá því hann var kynntur á HönnunarMars 2013.

Einrúm sófi frá AXIS
Einrúm sófi frá AXIS

Sófinn hefur selst mjög vel í ýmsum útfærslum og litum. Viðtökur hafa verið framar vonum. Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt, er hönnuður sófans.

Þegar Sturla Már er spurður, hvaða áherslur og markmið liggja að baki hönnun sem þessari, segir hann: “Einrúm er hannað til að vera fallegt húsgagn sem skapar skjól frá truflandi umhverfi og hljóðvist til að eiga stund með vinum, starfsfélögum eða sjálfum sér. Við hönnunina var markið sett á að skapa húsgagn sem hefði meiri hljóðdempun en áður hefur þekkst.” Ráðgjöf varðandi hljóðvist veitti Gunnar H. Pálsson verkfræðingur og hljóðhönnuður.

Það má með sanni segja að hljóðdempandi húsgagnalausnir frá AXIS njóti vaxandi vinsælda. Einrúm sófinn hefur m.a. verið tekinn í notkun á eftirtöldum stöðum: Applicon, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Eimskip, Háskóla Íslands, HB Granda, Hörpu, Isavia, Íslandsbanka, Íslandsstofu, Jónar Transport, Kötlu DMI, Landmótun, Leikskólanum Rauðhól, LS Retail, Marel, Norðlingaskóla, Orkuveitunni, Prag, Rauða krossinum, Reginn, Reykjavíkurborg, RÚV, Seðlabanka Íslands, Sensa, Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Smáralind, TM Software, Velferðarráðuneytinu og VÍS.

Einrúm má fá í ýmsum útfærslum.
Einrúm má fá í ýmsum útfærslum.

 

Einrúm á veitingastaðnum Munnhörpu.
Einrúm á veitingastaðnum Munnhörpu.
Einrúm sófi frá AXIS
Einrúm sófi frá AXIS

 

Einrúm sófar fyrir utan AXIS.
Einrúm sófar fyrir utan AXIS.

 

Einrúm og Lauf í Háskólanum í Reykjavík.
Einrúm og Lauf í Háskólanum í Reykjavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einrúm sófi frá AXIS
Einrúm sófi frá AXIS