AXIS er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í HönnunarMars árið 2013 og er af því tilefni með sýningarsvæði á fyrstu hæð Hörpu dagana 14. – 17 mars. Kynntar verða fjölmargar nýjungar í AXIS húsgögnum sem Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði. AXIS kynnir eftirfarandi:
- Hljóðsófann Einrúm sem er sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna skrifstofurýma auk þess að bæta hljóðvist rýmisins.
- Símaskjól er hjálmur úr hljóðísogsefni, hengdur á vegg og býr til næði til að tala í þráðlausa síma þrátt fyrir hávaða í umhverfinu.
- Léttveggir sem eru létt skilrúm til stúkunar en bæta jafnframt hljóðvist.
- Bylgja, fjölnota borð á hjólum sem raðast saman á margvíslegan máta.
- Lauf, fjölnota skeljastóll.
- Ný lína af skrifstofuhúsgögnum sem nefnist Stemma.
Sturla Már Jónsson arkitekt er einn allra reynslumesti arkitekt landsins á sviði skrifstofuhúsgagna.
Hér má sjá myndir frá opnunarteiti AXIS í Hörpu
Hér má sjá nýju AXIS húsgögnin í myndbandi
Sjá nánar í bæklingum: Einrúm Símaskjól Bylgja Lauf Stemma