HönnunarMars í Hörpu

AXIS er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í HönnunarMars árið 2013 og er af því tilefni með sýningarsvæði á fyrstu hæð Hörpu dagana 14. – 17 mars. Kynntar verða fjölmargar nýjungar í AXIS húsgögnum sem Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði. AXIS kynnir eftirfarandi:

  • Hljóðsófann Einrúm sem er sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna skrifstofurýma auk þess að bæta hljóðvist rýmisins.
  • Símaskjól er hjálmur úr hljóðísogsefni, hengdur á vegg og býr til næði til að tala í þráðlausa síma þrátt fyrir hávaða í umhverfinu.
  • Léttveggir sem eru létt skilrúm til stúkunar en bæta jafnframt hljóðvist.
  • Bylgja, fjölnota borð á hjólum sem raðast saman á margvíslegan máta.
  • Lauf, fjölnota skeljastóll.
  • Ný lína af skrifstofuhúsgögnum sem nefnist Stemma.

Sturla Már Jónsson arkitekt er einn allra reynslumesti arkitekt landsins á sviði skrifstofuhúsgagna.

 

Hér má sjá myndir frá opnunarteiti AXIS í Hörpu

Hér má sjá nýju AXIS húsgögnin í myndbandi

Sjá nánar í bæklingum:   Einrúm   Símaskjól   Bylgja   Lauf   Stemma

 

Scroll to Top
AXIS
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.