Icelandair hótel

Icelandair hótel Reykjavík Marina hefur verið stækkað. Þetta glæsilega hótel í hjarta borgarinnar hefur einstakan karakter. Frumleg íslensk nútímahönnun í bland við gamla muni úr slippnum einkenna hótelið sem hefur þægindin í fyrirrúmi og er einnig skreytt á skemmtilegan hátt með ýmsum munum sem vekja athygli. Útsýnið yfir hafið og Esjuna og slippurinn beint fyrir utan minna á góða tíma.

AXIS sá um smíði og uppsetningu hurða og innréttingar í herbergi nýja hluta hótelsins. Í eldri hlutanum setti AXIS upp starfsmannaskápa og hurðir.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem tengjast verkefnum AXIS fyrir hótelið.