Nýtt Center hótel

Við Laugaveg 120 opnar nýtt Center hótel sumarið 2015. Þetta er sjötta Center hótelið í Reykjavík og mun bera nafnið Miðgarður. Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í húsinu og það styttist í opnun hótelsins.

Allar innréttingar í húsinu eru frá AXIS. Um er að ræða barinn á jarðhæð, borð, náttborð, skrifborð og vaskaskápa. Notaður var álmspónn og Fönix plast sem er nýtt á markaðnum. Kantlímt var með nýrri tækni sem AXIS eitt fyrirtækja á Íslandi hefur yfir að ráða. Sjá nánar um nýja tækni við kantlímingar hér.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem tekngar voru þegar iðnaðarmenn voru á fullu við að klára uppsetningar og frágang.