Kerfis- og felliveggir

Starfsmenn AXIS hafa staðið í ströngu síðustu mánuði og ár við uppsetningu á kerfis- og felliveggjum hjá fyrirtækjum og stofnunum þessa lands. Nú hafa verið settar inn myndir frá nokkrum af síðustu verkefnum þessu tengt inn á axis.is undir kerfis- og felliveggir.

Hér fyrir neðan má einnig sjá sömu myndasöfn.

AXIS tók við helstu umboðum Sökkuls ehf árið 2010 og býður nú ýmsar útfærslur af kerfis- og felliveggjum. Einnig eru í boði ýmsar útfærslur af glerveggjum. Með þessu leitast AXIS við að bjóða aukna þjónustu til fyrirtækja og stofnana. AXIS er umboðsaðili DEKO á Íslandi. DEKO er danskur framleiðandi kerfis- og felliveggja. Þá býður AXIS einnig upp á lausnir frá hollenska framleiðandanum ESPERO og þýska framleiðandanum FECO. Einkennandi fyrir kerfisveggi úr gleri og gifsi er, að þá má færa til, sem auðveldar breytingar.