Brotist var inn hjá AXIS klukkan sex að morgni föstudagsins 25. júní 2021. Verkfærum, tölvubúnaði og bifreið var m.a. stolið. Sjá má skjáskot úr öryggismyndavélum hér fyrir neðan og myndband.
Bifreiðin er FORD TRANSIT CUSTOM með skráningarnúmerið FN U73.
Ef einhver verður var við eða veit hvar AXIS bifreiðin er niðurkomin, þá vinsamlega látið okkur vita í síma 535-4300 eða í gegnum axis@axis.is – eða hafið samband við lögreglu.
UPPFÆRT 28. júní kl. 16:10 – Bifreiðin er komin í leitirnar.