Laugavegur 59

Nú er verið að leggja lokahönd á nýjar og stórglæsilegar íbúðir á Laugavegi 59. Húsið sem kennt er við Kjörgarð, hefur nú fengið nýtt hlutverk. Það er fasteignafélagið Vesturgarður sem á og rekur íbúðirnar, sem leigðar verða út í langtímaleigu. Eitt bílastæði fylgir hverri íbúð í bílastæðahúsi Reykjavíkurborgar.

Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápar á 3. og 4. hæð hússins eru frá AXIS. Að auki eru allar nýjar innihurðir í húsinu frá AXIS. Innréttingarnar eru lakkaðar með sérstakri mattri áferð sem fingraför loða ekki við og er um að ræða yfirborðsáferð sem nýtur vaxandi vinsælda. Innréttingarnar eru glæsilegar í útliti, í hvítum og steingráum lit. Steinborðsplötur eru frá Rein.