Svöluhöfði

Við Svöluhöfða í Mosfellsbæ hefur húsi einu verið gjörbreytt og sniðið að þörfum yngsta barns heimilisins en um leið bætt aðgengi allra fjölskyldumeðlima. Mikið var um horn í húsinu og gamla eldhúsið var mjög þröngt. Með breytingunum var sett upp nýtt eldhús á nýjum stað í húsinu og hannað sérstaklega með þarfir Steina, sem er yngsta barnið á heimilinu.

Hönnunin hefur það markmið að Steini geti tekið þátt í öllu, átt sinn stað og getur setið við borðið í hækkanlegum stól. Baðherberginu var snúið alveg við frá því sem áður var og nýja hönnunin tekur mið af þörfum Steina. Þá var ljósahönnun sérstaklega hönnuð með tilliti til flogaveiki barnsins. Nýir fataskápar voru settir upp í anddyri hússins ásamt speglum sem setja góðan svip á þetta glæsilega hús.

Hönnuður verksins er Svava Björk Jónsdóttir MA Arkitekt. AXIS húsgögn sá um smíði innréttinga og skápa í verkið.