Norðurturninn

Framkvæmdum við innréttingar Norðurturnsins við Smáralind fer senn að ljúka. AXIS hefur sett upp glerveggi og hurðir í turninn auk innréttinga á efstu hæðum hússins og felliveggi með Espero hljóðísogi.

Eigandi hússins er Norðurturninn hf. sem er í eigu m.a. Tryggingarmiðstöðvarinnar, Lífsverks Lífeyrissjóðs, Ríkissjóðs Íslands, Íslandsbanka hf., Bilskirnis ehf., Grænastekk ehf. og Hjúps ehf., dótturfélags Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, sem einnig sjá um allar framkvæmdir.