HönnunarMars 2017

AXIS tekur þátt í HönnunarMars 2017, sem nú fer fram í níunda sinn, dagana 23. – 26. mars. Í Hörpu kynnir AXIS að þessu sinni Sófus, Símon og Box Office, sem er ný íslensk hönnun og framleiðsla frá fyrirtækinu. Hönnuður er Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.