Ný tölvustýrð plötusög AXIS

AXIS hefur tekið í notkun nýja tölvustýrða plötusög sem líklega er sú fullkomnasta á landinu. Með söginni er allt efni sagað niður sem notað er í framleiðslu innréttinga hjá AXIS. Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem tók vélina formlega í notkun í tilefni af 80 ára afmæli AXIS.

Það voru ítalskir uppsetningamenn á vegum framleiðanda vélarinnar sem settu vélina upp og fulltrúar Iðnvéla sem er umboðsaðili SCM Group á Íslandi höfðu áður afhent AXIS vélina með viðhöfn.

Sjá nánar á myndum hér fyrir neðan.