Þorrasalir 17

Í Þorrasölum 17 hefur Mannverk byggt 26 vandaðar og vel hannaðar íbúðir. Íbúðirnar eru í sex húsum með bílastæðakjallara og er hver íbúð með sérinngangi og rúmgóðri geymslu.

AXIS sá um að innrétta allar íbúðirnar sem skarta veglegum innréttingum. Stórir gluggar eru í alrýmum til að njóta útsýnisins sem umhverfið hefur uppá að bjóða á þessum fallega stað í Kópavogi.