Valitor

Í nýjum höfuðstöðvum Valitor að Dalshrauni 3 í Hafnarfirði er lögð áhersla á vinnuhollustu og vistvæn sjónarmið. Vistvænar áherslur Valitor felast m.a. í því að allt sorp er flokkað og prenturum hefur verið fækkað úr nokkrum tugum niður í örfáar miðlægar prentstöðvar.

THG Arkitektar sáu um innanhússhönnun fyrir Valitor með áherslu á opin vinnurými sem umlykja torg á öllum hæðum. Hugmyndin er að skapa opið og líflegt vinnuumhverfi með hlýlegu viðmóti fyrir starfsfólk og viðskiptavini. AXIS sá um smíði á öllum innréttingum, skápum og borðum samkvæmt hönnun THG. Auk þess voru valdir litríkir Fan stólar og skilrúm frá AXIS.

Fasteignafélagið Reitir, eigandi húsnæðisins og Valitor gerðu með sér fyrsta græna leigusamninginn sem vitað er um hér á landi. Húsnæðið er sérhannað með hliðsjón af grænum gildum og vistvænum rekstri. Græn leiga byggist á samkomulagi milli eiganda húsnæðis og leigutaka þar sem báðir aðilar skuldbinda sig til að reka húsnæðið með vistvænum hætti.

 Valitor