Kerfis- og felliveggir

Starfsmenn AXIS hafa staðið í ströngu síðustu mánuði og ár við uppsetningu á kerfis- og felliveggjum hjá fyrirtækjum og stofnunum þessa lands. Nú hafa verið settar inn myndir frá nokkrum af síðustu verkefnum þessu tengt inn á axis.is undir kerfis- og felliveggir.

Hér fyrir neðan má einnig sjá sömu myndasöfn.

AXIS tók við helstu umboðum Sökkuls ehf árið 2010 og býður nú ýmsar útfærslur af kerfis- og felliveggjum. Einnig eru í boði ýmsar útfærslur af glerveggjum. Með þessu leitast AXIS við að bjóða aukna þjónustu til fyrirtækja og stofnana. AXIS er umboðsaðili DEKO á Íslandi. DEKO er danskur framleiðandi kerfis- og felliveggja. Þá býður AXIS einnig upp á lausnir frá hollenska framleiðandanum ESPERO og þýska framleiðandanum FECO. Einkennandi fyrir kerfisveggi úr gleri og gifsi er, að þá má færa til, sem auðveldar breytingar.

 

Scroll to Top
AXIS
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.