Nýtt Center hótel

Við Laugaveg 120 opnar nýtt Center hótel sumarið 2015. Þetta er sjötta Center hótelið í Reykjavík og mun bera nafnið Miðgarður. Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í húsinu og það styttist í opnun hótelsins. Allar innréttingar í húsinu eru frá AXIS. Um er að ræða barinn á jarðhæð, borð, náttborð, skrifborð og vaskaskápa. Notaður var […]

Icelandair hótel

Icelandair hótel Reykjavík Marina hefur verið stækkað. Þetta glæsilega hótel í hjarta borgarinnar hefur einstakan karakter. Frumleg íslensk nútímahönnun í bland við gamla muni úr slippnum einkenna hótelið sem hefur þægindin í fyrirrúmi og er einnig skreytt á skemmtilegan hátt með ýmsum munum sem vekja athygli. Útsýnið yfir hafið og Esjuna og slippurinn beint fyrir […]

ASÍ húsið Guðrúnartúni

ASÍ húsið við Guðrúnartún 1 (áður Sætún 1) hefur tekið breytingum og verið stækkað. Í eldri hluta hússins hafa verið gerðar endurbætur og nýji hlutinn er talinn vel heppnaður. Þarfaþing var aðalverktaki við allar framkvæmdir hússins og AXIS sá um smíði og uppsetningu á glerveggjum, hurðum og innréttingum. Hér fyrir neðan má sjá myndir tengdar […]

Heimsóknir

AXIS er opið fyrir heimsóknum skólanema, fyrirtækja o.fl. Algengt er að gestir komi til að skoða verksmiðju fyrirtækisins og er AXIS boðið og búið að sýna og kynna starfsemi sína fyrir áhugasömum. Nýlega hafa heimsótt AXIS nemar frá Listaháskóla Íslands og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem skoðuðu verksmiðju fyrirtækisins og einnig starfsmenn MótX. Þá hafa nemar […]

AXIS húsgögn

Góð verkefnastaða AXIS

Verkefnastaða AXIS hefur sjaldan verið betri. Starfsfólk fyrirtækisins er að vinna í ýmsum verkefnum, s.s. innréttingar og hurðir í þrjú hótel, innréttingar og hurðir í þrjá skóla, innréttingar í yfir 150 íbúðir, glerveggi og hurðir í þrjú stór verkefni auk ýmissa smærri. Þá er eitt af verkefnunum í flugstöðinni í Keflavík auk ýmissa verkefna fyrir […]

Afhending íbúða við Kópavogstún

Afhending á glæsilegum íbúðum við Kópavogstún 10-12 er hafin. Um er að ræða nýtt og vel staðsett fjölbýlishús í vesturbæ Kópavogs, sem er fimm hæða lyftuhús með 29 íbúðum og lokuðu bílskýli. Eldhúsinnréttingar með steinborðplötum auk innihurða og fataskápa í herbergjum og forstofu eru frá AXIS. Sjá nánar á myndum hér fyrir neðan. Byggingaraðili er […]

Ný tækni við kantlímingu

AXIS hefur tekið í notkun nýja tækni við kantlímingu á PVC köntum á móti, melamíni, harðplasti og öðrum sambærilegum efnum. Tæknin byggist á því að í stað þess að bera lím á flötinn er kanturinn bræddur á við 600°C hita. Það gerir það að verkum að engin límfúga myndast á milli kantlímingar og flatar þannig […]

AXIS framúrskarandi 5 ár í röð

AXIS hefur hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki, fimmta árið í röð og hefur því verið framúrskarandi frá upphafi. Þetta árið voru 577 fyrirtæki framúrskarandi af yfir 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá á Íslandi. Þau fyrirtæki sem hafa verið framúrskarandi öll fimm árin eru hins vegar ekki nema rétt um 100 talsins. Þau fengu […]

Kópavogstún 10-12

Kópavogstún 10-12 er nýtt og vel staðsett fjölbýlishús í vesturbæ Kópavogs. Um er að ræða fimm hæða lyftuhús með 29 íbúðum og lokuðu bílskýli. Allar íbúðir í húsinu eru seldar. Innihurðir eru spónlagðar eikarhurðir frá AXIS. Baðherbergi auk fataskápa í herbergjum og forstofu eru úr spónlagðri eik með hvítu innvolsi frá AXIS. Í eldhúsi eru […]

Jólastyrkur 2014 í stað jólakorta

AXIS styrkir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fyrir jólin í stað þess að senda út jólakort. Nefndin var stofnuð árið 1968 af Kvenfélagasambandi Kópavogs og starfar hún innan vébanda þess. Tilgangur nefndarinnar er líknarstarfsemi, sem felst í því að styrkja þá sem minna mega sín og eru búsettir í bæjarfélaginu. Úthlutun styrkja fer eftir fjárhagsaðstæðum nefndarinnar. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs […]

Lauf stólar á Orgatec í Köln

Lauf stólar og auglýsingaefni tengt þeim var til sýnis á Orgatec í Köln, stærstu stofnanahúsgagnasýningu í Evrópu. Skeljarnar sem notaðar eru á Lauf stólana eru framleiddar í Hollandi en framleiðandi þeirra valdi Lauf stóla á sýningarsvæði sitt í Köln til að sýna vel heppnaða vöru. Kynningarefni AXIS þykir einnig vel heppnað og voru stórar myndir […]

Austurkór 63-65

Í Austurkór 63-65 hafa Dverghamrar byggt 30 rúmgóðar íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum með lyftu og sérinngangi af svölum. Íbúðirnar eru allar fjögurra herbergja, frá 97-126 m2 að stærð. Allar innréttingar sbr. eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápar eru frá AXIS.  

Þorrasalir 17

Í Þorrasölum 17 hefur Mannverk byggt 26 vandaðar og vel hannaðar íbúðir. Íbúðirnar eru í sex húsum með bílastæðakjallara og er hver íbúð með sérinngangi og rúmgóðri geymslu. AXIS sá um að innrétta allar íbúðirnar sem skarta veglegum innréttingum. Stórir gluggar eru í alrýmum til að njóta útsýnisins sem umhverfið hefur uppá að bjóða á […]

Starfsfólk AXIS

Nú þegar flestir eru komnir til starfa á ný eftir sumarfrí, þá er allt komið á fullt hjá AXIS. Starfsfólkið er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og á bak við velgengni AXIS er frábær hópur fólks. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá stóran hluta af starfsfólki AXIS.

DEKO uppsetning

Í Ármúla 2 er verið að gera allt klárt áður en Samgöngustofa flytur í húsið. Starfsmenn AXIS vinna þessa dagana að uppsetningu á DEKO kerfis- og felliveggjum úr gleri og gifsi. Hurðir og fastar innréttingar eru einnig frá AXIS. Hér fyrir neðan má sjá starfsmenn AXIS að störfum við uppsetningu á DEKO kerfis- og felliveggjum […]

Listskreyting innréttinga

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Framkvæmdir við Hjúkrunarheimili á Eskifirði í Fjarðabyggð hófust í janúar 2012 og lýkur í sumar. Um er að ræða 20 litlar, heimilislegar einingar þar sem er rúmgott einkarými er fyrir hvern og einn en jafnframt sameiginlegt rými fyrir íbúa og starfsfólk hverrar einingar með eldunaraðstöðu, borðstofu og dagstofu. Lóð hjúkrunarheimilisins er hönnuð […]

Hönd fylgir huga

Dagana 17. og 18. maí 2014 var haldin útskriftarsýning í Perlunni á vegum nemenda á Listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Nemendur sem eru um 40 talsins sýndu verkefni af fjölbreyttum toga innan myndlistar, grafískrar hönnunar og rýmishönnunar. Jóna Guðrún Kristinsdóttir og Vilborg Vala Sigurjónsdóttir eru upprennandi hönnuðir sem unnu lokaverkefni sín hjá AXIS húsgögnum. Annars vegar […]

Litlikriki Mosfellsbæ

Afhending íbúða við Litlakrika 76 í Mosfellsbæ er að hefjast. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar með innréttingum og gólfefnum. Allar innréttingar sbr. eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápar eru frá AXIS. Það er Byggingafélagið Bakki ehf sem er byggingaraðili hússins.

HönnunarMars 2014

HönnunarMars 2014 fór fram dagana 27. – 30. mars. Hér fyrir neðan má sjá myndband og myndir úr Hörpu, þar sem kynnt voru AXIS húsgögn sem Sturla Már Jónsson húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði.   Sjá einnig:   Opnunarteiti HönnunarMars Sjá nánar í bæklingum:   EINRÚM – Nýjar útfærslur   SÍMAKLEFI LAUF – Leikskólastólar     STEMMA – Skólahúsgögn   STRENDINGUR